*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Innlent 19. júlí 2012 15:26

Honda innkallar 320.000 bíla vegna galla í hurðalæsingu

Galla í Hondu CR-V hefur ekki fundist í Evrópu. Innköllun er öryggisatriði og af hinum góða, segir sölustjóri Hondu-umboðsins hér.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Aðsend mynd

Bílaframleiðandinn Honda hefur innkallað 320 þúsund bíla af gerðinni CR-V árgerð 2012 vegna galla í hurðalæsingu. Gallinn fannst í bílum í Japan, Kína auk bíla í Bandaríkjunum. Hann virðist einangraður en enginn bíll hefur verið innkallaður í Evrópu. Engin slys hafa orðið af völdum gallans.

„Þetta er smávægilegur galli. Innköllunin er í samræmi við öryggis- og þjónustustaðla fyrirtækisins og af hinu góða. Ef eitthvað finnst sem má betrumbæta þá er það gert,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Bernhard, umboðsaðila Honda á Íslandi. 

Fram kemur í umfjöllun erlendra fjölmiðla af málinu að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Honda hafi innkallað bíla vegna galla í þeim. Síðast gerðist það svo nokkru nemi í desember árið 2010 þegar 1,35 milljónir voru kallaðir inn vegna galla í ljósabúnaði. 

Honda-umboðið hér hefur aldrei þurft að innkalla bíla hér á landi, að sögn Gunnars. „Það er fylgst með bílunum allan líftíma þeirra. Ef eitthvað má laga þá er það gert,“ segir hann. 

 

Stikkorð: Honda Gunnar Gunnarsson Bernhard