Japanski bílaframleiðandinn Honda hefur innkallað tæpar 5 milljónir bifreiða út um allan heim vegna galla í loftpúðum. Rannsóknir hafa sýnt að loftpúðakerfi Takata sé gölluð, ætlar Honda því að skipta út loftpúðunum í öllum bifreiðunum. Þessu greinir BBC frá.

Tilkynnt var um einungis nokkrum dögum eftir að Toyta og Nissan sögðust ætla að innkalla 6,5 milljónir bifreiða út af sama vandamáli. Nú þegar hafa 6 dauðsföll í Honda bifreiðum verið tengd við Takata loftpúðana. Engin dauðsföll hafa orðið í bílum frá öðrum framleiðendum. Meðal bíla sem verða innkallaðir eru Fit subcompact, en ekki bifreiðar seldar í Bandaríkjunum. Frá árinu 2008 hafa 36 milljónir bifreiða verið innkallaðar vegna Takata loftpúðanna.

Mörg dómsmál liggja nú fyrir gegn Takata í Norður Ameríku. Eftir tilkynninguna lækkaði hlutabréfaverð Takata um 5,6% í Tókýó.