*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Erlent 14. maí 2019 19:02

Honda lokar í Bretlandi

Japanski bílaframleiðandinn Honda hyggst loka verksmiðju í Bretlandi þar sem 3.500 manns starfa.

Einar Arnalds Kristjánss
Íbúar í borginni Swindon í Bretlandi fá nú að kynnast áhrifum Fjórðu iðnbyltingarinnar.
Aðsend mynd

Japanski bílaframleiðandinn Honda hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni í Bretlandi árið 2021, að því er kemur fram í frétt á Finacial Times. Samtals starfa um 3.500 manns í verksmiðjunni, sem er staðsett í borginni Swindon og er sérhæfð til framleiðslu á Honda Civic bílategundinni. 

Forsvarsmenn Honda hafna því að lokunin tengist Brexit og segja skýringuna liggja í breyttum framleiðsluháttum og aukinni sjálfvirknivæðingu, en árið 2021 mun framleiðslu á Honda Civic í núverandi mynd ljúka. 

Jafnframt segja forsvarsmenn bílaframleiðandans að viðræður við bresk stjórnvöld og verkalýðsfélög hafi átt sér stað undanfarnar vikur, en þær hafi ekki skilað niðurstöðum um hvað gæti leyst verksmiðjuna af hólmi fyrir samfélagið í Swindon.