Íslandsstofu í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarsins leiða verkefnið Hönnun í útflutningi. Þriðjudaginn 21. júní skrifuðu fyrirtæki og hönnuðir sín á milli um samstarf í verkefninu og er þar með hafið fimm mánaða ferli þar sem fyrirtæki og hönnuðir vinna að frumgerð af því sem skal gera. Verkefnið er nú komið á fullt skrið, er fram kemur á vefsíðu Samtaka iðnaðarins.

Markmið með verkefninu er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um  hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. Munu þátttakendur í verkefninu fá framlag að upphæð 500.000 krónur til að standa straum af hönnunarkostnaði, gegn a.m.k. jafnháu mótframlagi fyrirtækisins.

Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru Amivox, Bjarmaland, Glófi, Matorka, Raven Design, Saga Medica, Sif Cosmetics og Trition.