Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare ehf., segir að stefnt sé að því að hefja undirbúning að framkvæmdum við nýtt sjúkahótel í Mosfellsbæ sem fyrst. Er gert ráð fyrir að hönnunar og teiknivinna hefjist innan skamms en gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir næsta vor. Unnið er að fjármögnun framkvæmda núna eins og lesa má í Viðskiptablaðinu á morgun.

Að sögn Gunnars skiptir miklu máli að það stenda sterkir aðilar að félaginu og þannig er gert ráð fyrir að Skánska sjái um utanumhald framkvæmda ásamt Ístaki. Þá er verkfræðistofan Mannvit í hluthafahópnum og sagði Gunnar að þeir kæmu að hönnun og undirbúningi þeirra. Að sögn Gunnars verður reynt að vinna sem mest af vinnunni hér heima.