Hönnunarfyrirtækið ELM hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 4. Apríl síðastliðinn.

ELM var stofnað árið 1999 af þeim Ernu Steinu Guðmundsdóttur, Lísbetu Sveinsdóttur og Matthildi Halldórsdóttur. Auk þeirra þriggja átti fjárfestingasjóðurinn Auður 1, sem rekinn er af Auði capital, þriðjungshlut í félaginu.

ELM rak tvær verslanir, aðra á Laugavegi 1 í Reykjavík og hina í Osló. Að auki var hönnun ELM seld í um 140 verslunum um allan heim.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.