Ákveðið hefur verið að fresta hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans sem hefjast átti síðar í þessum mánuði. Það er meðal annars gert til fara yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið á síðustu vikum. Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans .

Kristján Kristjáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, segir í samtali við mbl.is spurður hvenær ákvörðunar eða frek­ari frétta af mál­inu sé að vænta að Lands­bank­inn muni gefa sér nauðsyn­leg­an tíma:

Eins og VB.is greindi frá mætti fyrirhuguð áætlun um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans mikilli gagnrýni. Meðal annars frá Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni sem taldi að Tollhúsið væri betra húsnæði fyrir bankann.

Hönn­un­ar­sam­keppn­in átti að hefjast þann 17. ág­úst nk. Markmiðið með keppninni er að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styki miðbæ Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að jarðhæð verði hluti af nýju almenningsrými frá Lækjartorgi að Hörpu og taka skal ríkulegt tillit til umhverfissjónarmiða. Áætluð verklok miðast við árið 2019.