Fella þarf niður allar ferðir hjá ferðaskrifstofunni Gray Line ef hópferðabílstjórar fara í fyrirhugað verkfall 28. og 29. maí. Þetta kemur fram á mbl.is. Meðal ferða Gray Line eru ferðir til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á Gullna hringinn, Bláa lónið, Snæfellsnes og víðar.

VR, Flóbandalagið og LÍV eru nú í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins eins og víða hefur komið fram og er verkfall hópferðabílstjóra hluti af aðgerðum VR.

„Það er al­veg ljóst að þetta verk­fall mun hafa mik­il áhrif um allt land og á þjón­ustu okk­ar við okk­ar gesti. Nú þegar er svo­lítið um það að hóp­ar hafa verið að af­bóka ferð sína til Íslands og það sem verra er þá er líka tregða hjá hóp­um sem ætla að koma síðar á ár­inu til lands­ins að staðfesta bók­an­ir,“ seg­ir Þórir Garðars­son, sölu- og markaðsstjóri Gray Line í sam­tali við mbl.is.