Yfir eitt hundrað manns, sem urðu fyrir upplýsingaleka hjá Vodafone, munu taka þátt í hópmálsókn gegn fyrirtækinu. Frá þessu er greint á vef RÚV . Talið er að málshöfðun fari af stað í haust.

Hluti fólksins sem varð fyrir barðinu á upplýsingaleka Vodafone í lok síðasta árs hefur ákveðið að leita réttar síns í gegnum málsóknarfélag sem Skúli Sveinsson lögmaður er í forsvari fyrir. Skúli segir í samtali við RÚV að yfir 100 manns hafi skráð sig í félagið. Hann segir jafnframt að farið verði fram 300.000 krónur í miskabætur á mann.