Hópmálsókn Málsóknarfélags hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá dómi seinni partinn í dag. Dómurinn taldi að ekki hafi verið nægilega sýnt fram á tjón félagsmanna af ætlaðri vanrækslu. RÚV greinir frá þessu í dag.

Málið var þingfest í lok október en alls voru tæplega 300 einstaklingar og fyrirtæki á bakvið Málsóknarfélagið. Krafist var viðurkenningar á bótaskyldu, en ef bótaskyldan hefði verið staðfest fyrir dómi þá hefði tekið við mál um bótaupphæðina. Jóhannes Bjarni Björnsson segir að ákveðið að hafi verið að skjóta niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar.