Verið er að koma saman hópi fjárfesta sem er tilbúinn að koma að rekstri 365 miðla. Í hópnum eru einstaklingar sem hafa starfað hjá 365 auk annarra samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Samkvæmt áætlun sem hefur verið teiknuð upp og unnið er eftir er gert ráð fyrir að hugsanlegir nýir eigendur leggi fram 1,5 milljarða króna. Skuldir upp á fjóra milljarða verða yfirteknar. Félaginu á að skipta niður í þrjár einingar, sem munu starfa saman.

Ingibjörg Pálmadóttir, helsti eigandi 365 miðla og stjórnarformaður fyrirtækisins, segist ekkert geta gert að því þótt menn úti í bæ hafi áhuga á að kaupa fjölmiðlana hennar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)