Hópur af 83 milljarðamæringum hafa í opnu bréfi kallað eftir því að skattar verði varanlega hækkaðir á þá auðugustu til þess að ríkisstjórnir heimsins geti haldið áfram að mæta efnahagslegu áhrifum COVID-19. Hefur hópurinn varað við því að efnahagslegu afleiðingar heimsfaraldursins kunna að vara í áratugi og ýtt um 500 milljón manns í fátæk.

Auðkýfingar frá sjö mismunandi löndum hafa skrifað undir, meðal annars Abigail Disney, Jerry Greenfield sem er einn af eigendum Ben & Jerry‘s og breski kvikmyndaleikstjórinn Richard Curtis. Frá þessu er greint á vef BBC.

„Er COVID-19 tröllríður yfir heimsbyggðina hafa milljarðamæringar eins og við mikilvægu hlutverki að gegna,“ kemur fram í bréfinu. Bréfið var gefið út fyrir fund fjármálaráðherra G20 og stjórnenda Seðlabankans.

Meðal milljarðamæringa sem gefið hafa til góðgerðamála síðastliðna daga mætti nefna Warren Buffett sem gaf um þrjá milljarð dollara og ríkasta mann heims, Jeff Bezos, sem gaf um 100 milljónir dollara.