Hópur um stefnumótun í net- og upplýsingaöryggi hefur verið settur á fót á vegum innanríkisráðuneytisins. Aðal verkefni hópsins er að móta stefnu stjórnvalda um net- og upplýsingaöryggi og vernd upplýsingainnviða er varða þjóðaröryggi. Í starfshópnum sitja fulltrúar innanríkisráðuneytis, Ríkislögreglustjóra, Póst- og fjarskiptastofnunar og utanríkisráðuneytisins.

Hópurinn á að setja fram langtímastefnu fyrir tímabiliði 2014-2025 og aðgerðaáætlun 2014-2017 varðandi net- og upplýsingaöryggi. Samfélagsleg markmið hópsins eru annars vegar að auka  öryggi einstaklinga og þjóðfélagshópa með því að efla  net- og upplýsingaöryggi og hins vegar að stuðla að órofa virkni mikilvægra samfélagsinnviða á þessu sviði með því að auka áfallaþol net- og upplýsingakerfa.