Mitt Romney hefur örlítið forskot á Barack Obama í baráttunni um Hvíta húsið samkvæmt könnun Gallup í Bandaríkjunum sem gerð var dagana 11-15 apríl.

Spurt var hvorn myndir þú styðja ef kosið væri til forseta í dag. Romney fékk 47% en Obama 45%. Um 9% voru óvissir, neituðu að svara eða vildu hvorugan. Þátttakendur voru skráðir kjósendur.

Báðir njóta þeir 90% stuðnings eigin flokksmanna og 6% flokksmanna hins flokksins. Romney er með 6% meira fylgi meðal óflokksbundinna.

Hvíta Húsið
Hvíta Húsið
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)