Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að stjórnmálamenn hafi margir brugðist við skýrslu Úttektarnefndarinnar eins og þar kæmu fram nýjar fréttir um ný áföll hjá lífeyrissjóðunum.

„Upplýsingar um tap lífeyrissjóðanna hafa lengi legið frammi og þrátt fyrir að hafa þurft að skerða réttindi um 10% vegna hrunsins hérna hjá okkur þá vorum við búin að auka þau um 25% árin á undan. Nettóréttindaaukning er því í kringum 12%," segir Helgi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.