Ísland árið 2025 verður að koma úr 15 ára hagvaxtarskeiði sem var drifið áfram af uppbyggingu iðnaðar og orkumannvirkja. Samkvæmt áætlun Landsvirkjun verður arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar þá 4-8% af landsframleiðslu. Þetta sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í dag.

Hörður ræddi leiðirnar að þessu markmiði. Sýn Landsvirkjunar er sú að félagið skili fjármunum til landsins á sama hátt og olían í Noregi. Hann sagði að mat Landsvirkjunar sé að aukin eftirspurn eftir raforku í heiminum sé ekki bóla. Hún sé drifin áfram af ríkjum líkt og Kína og Indlandi. „Ástæðan fyrir þessu er að orkuskortur er að verða í Kína og þar er orkuverð gríðarlega hátt. Þeir sækja því út fyrir landsteinana,“ sagði Hörður. Hrávöruverð, og þar með orkuverð, mun því haldast hátt áfram, samkvæmt greiningu Landsvirkjunar. Hann sagði að allir sérfræðingar séu sammála um að verð er allt að fara í sömu átt.