Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stöðu fyrirtækisins sterka og að rekstrarafkoman í fyrra sé ásættanleg.

Laun Harðar námu 175 þúsund dollurum í fyrra, eða sem nemur 1,69 milljónum króna á mánuði.

Hann segir stöðu Landsvirkjunar sterka. "Afkoman er góð þó alltaf sé svigrúm til þess að gera betur," sagði Hörður í samtali við Viðskiptablaðið.

Hagnaður eftir skatt nam 72,9 milljónum dollara eða 8,4 milljörðum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið birti í dag. Meðalraforkuverð til stóriðju var 25,7 dollarar á megavattið en árið 2009 var meðalverðið 19,5 dollarar á megavattið. Hækkunin milli ára skýrist meðal annars af hækkun á álverði.

Fyrirtækið greiddi niður 149,9 milljóna dollara langatímaskuldir í fyrra.