Ísland hefur tækifæri til að framleiða orku með mun ódýrari hætti en hægt er í Evrópu.

Þetta sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á ársfundi Landsvirkjunar sem nú stendur yfir.

Ef horft er til þróunarstig á tækni til nýtingu endurnýjanlegrar orku þá eru þrír möguleikar sem standa upp úr, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmi og loks vindur á landi. Allt þrennt stendur Íslandi til boða með mjög hagkvæmum hætti að mati Harðar. Það væri þó undir Íslendingum sjálfum komið hvernig þessir virkjunarkostir yrðu nýttir.

Hörður sagði að flest ríki í Evrópu horfa til þess að byggja sína orkuöflun með því að virkja vind á sjó og notast við sólarsellur. Stofnkostnaður slíkra virkjana væri þó mjög dýr þó hann myndi að öllum líkindum borga sig til lengri tíma.

Hörður sagði að áhugaverð tækifæri væru hér á landi til nýtingu á vindorku á Íslandi. Í máli hans kom fram að settar yrðu upp tvær vindmyllur í rannsóknarskyni í haust.

Hörður sagði mikilvægt að sköpuð yrði sátt um nýtingu þeirra virkjunarkosta sem í boði væru. Hann sagðist spyrja sig að því hvort að einungis lítill en hávær hópur innan samfélagsins væri andvígur virkjunarstefnu fyrirtækisins.

Í máli Harðar kom fram að aðeins ein þjóð í Evrópu hefðu sambærilega virkjunarkosti og Íslendingar, frændur okkar Norðmenn. Hann sagði að nú þegar væri búið að leggja sæstreng frá Noregi til meginlands Evrópu og fyrirhugað væri að leggja fleiri. Greinilega mátti heyra á orðum Harðar að hann telur Norðmenn komna mun lengra í sinni stefnumótum á virkjunarkostum en Íslendingar.