Á fundi Samtaka atvinnulífins í morgun ræddi Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um þau áhrif sem sæstrengur gæti haft á atvinnulífið.

Landsvirkjun hefur verið mikið í umræðunni eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um að skoða þyrfti sölu á hlut í fyrirtækinu. Hörður segist ekki vilja skipta sér af þeirri umræðu enda ákvörðun eigandans. Hann segir sölu á hlut í fyrirtækinu þó ekki tengjast lagningu sæstrengs.