Mikilvægt er að nýta þau vatnsföll og jarðvarmasvæði vel til dæmis með því að missa vatn ekki framhjá lónum og nýta orkuna vel. Eins sé það áskorun fyrirtækja og einstaklinga að draga úr orkunotkun en þar er enn langt í land. Þetta sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á fundi fyrirtækisins um framtíðaráhrif loftslagsbreytinga. „Ódýr raforka gerir það að verkum að við förum illa með hana,“ sagði Hörður.

Landsvirkjun hefur frá upphafi framleitt 250 terawattstundir af raforku og setti Hörður upp dæmi að ef sú orka hefði fengist með kolum hefði þurft til 63 milljónir tonna af kolum. Þannig væri hægt að ímynda sér hversu mikil mengunin hefði verið með öðrum aðferðum en ljóst væri að aldrei hefði verið farið út í vinnsluna með þeim hætti.