Möguleiki er á að arðgreiðslur aukist til eiganda Landsvirkjunar á næstu þremur til fjórum árum ef fram heldur sem horfir. Fjármunamyndun á síðustu fjórum árum nemur 100 milljörðum króna. Þetta sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á Haustfundi fyrirtækisins í Hörpu í dag.

VB Sjónvarp ræddi við Hörð.