Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það hafi komið fyrirtækinu á óvart að virkjanir í neðri hluta Þjórsár skuli hafa verið færðar úr nýtingarflokki í biðflokk í þingsályktunartillögu iðnaðar- og umhverfisráðherra um Rammaáætlun. Ekkert hafi komið fram sem réttlæti þá breytingu. Kemur þetta fram í frétt Fréttablaðsins.

Hörður segist hafa talið að allar forsendur hafi verið til að fara í þær virkjanir og það hafi verið í samræmi við álit verkefnisstjórnar og flokkun ráðherra fyrir nokkrum mánuðum. Ekkert hafi komið fram sem réttlæti breytta flokkun.

Hann bendir á að í tillögunni sé aðeins gert ráð fyrir tveimur litlum vatnsaflsvirkjunum, annað eigi að sækja í jarðvarma.„Það kemur á óvart að engin vatnsaflsvirkjun sé í nýtingarflokki eftir þá miklu vinnu sem búið er að leggja í málið.“