Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var með 140 þúsund dali í laun og hlunnindi á síðasta ári. Þetta gera 16,6 milljónir króna, rétt tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Til samanburðar var Hörður með 179 þúsund dali í laun árið 2011. Laun Harðar falla undir Kjararáð. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður stjórnar Landsvirkjunar, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega á ársfundi Landsvirkjunar í síðasta mánuði.

Fram kemur í ársskýrslu Landsvirkjunar að laun stjórnar hafi numið 84 þúsund dölum í fyrra. Það gera rétt tæpar 10 milljón krónur.

Þá námu laun fimm framkvæmdastjóra og aðstoðarforstjóra 948 þúsund dölum, jafnvirði um 112,5 milljónum króna. Þau námu rúmri 1,1 milljón dala árið 2011. Tekið er fram í ársskýrslunni að átta hafi fengið launin þá, þ.e. þremur færri en í fyrra.

Landsvirkjunar greiddi í heildina 30 milljónir dala í fyrra. Það gera tæpa 3,6 milljarða króna. Meðalfjöldi starfsmanna var 414 í fyrra og skilar því að að meðallaunin hafi numið rúmum 700 þúsund krónum á hvern starfsmann.