Bretar er tilbúnir að gera bindandi raforkusamninga í 15-35 ár til raforkuframleiðenda á verðunum 115-215 dollara á megavattstund. Þetta er umtalsvert hærri verð en Landsvirkjun og Hagfræðistofnun hafa notað í sínum útreikningum. Verðlistaverð Landsvirkjunar á hverja megavattstund eru 43 dollarar á hverja megavattsund.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði á haustfundi Landsvirkjunar í dag, að fyrirtækið sé að bjóða mun betri vöru en flestir. Aðrir séu að bjóða ótrygga orku en það sem Bretum vantar sé stýranleg orka. Það eru því möguleikar fyrir okkur að fá gott verð en við vitum ekki ennþá verðið, sagði Hörður.