Opnað var fyrir umsóknir í viðskiptasmiðjuna Startup Reykjavík Energy sem mun fjármagna og styðja við verkefni í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Kynningarfundur var haldinn í hádeginu í dag þar sem verkefnið var kynnt.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir orkuiðnað standa á tímamótum en Landsvirkjun er eitt af þeim fyrirtækjum sem kemur að fjármögnun verkefnisins.

VB Sjónvarp ræddi við Hörð.