Öryggis- og orkumál munu verða ofarlega á baugi í þriðju heimsókn Hu Jintao, forseta Kína, til Rússlands sem hófst í gær. Ráðamenn þjóðanna munu nýta heimsóknina til að leitast við að dýpka efnahags, stjórnmála- og hernaðartengsl ríkjanna, sem hafa batnað til muna undanfarin áratug og hafa líkast til ekki verið betri frá því á tíma Maó og Stalín árin 1949 til 1953.

Það er búist við því að ríkin muni skrifa undir viðskiptasamkomulag að andvirði 4,3 milljarða Bandaríkjadala, meðal annars um olíu- og gassamninga, auk þess sem Jintao leggur hart að Vladimír Pútín Rússlandsforseta að veita Kínverjum aðgang að fyrirhuguðari olíuleiðslu sem Rússar hyggjast leggja í gegnum Síberíu og til Asíu.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.