Ef marka má skoðanakönnun Útflutningsráðs þá horfa íslensk fyrirtæki helst Austur-Evrópu í leit að viðskiptatækifærum. Þar er Pólland í fyrsta sæti, og fast á hæla þess er Slóvakía og Úkraína. Önnur lönd á þessu svæði eru Tékkland og Króatía. Þess má geta að á árinu sem er að líða, voru skipulagðar viðskiptasendinefndir m.a. til Litháen, Búlgaríu og Rúmeníu.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem framkvæmd var í byrjun nóvember á vegum Útflutningsráðs meðal íslenskra fyrirtækja. Í frétt á heimasíðu útflutningsráðs kemur fram að núna liggur fyrir ágætis mynd af því hvert fyrirtæki vilja stefna í útrás sinni.

Töluverðar líkur eru á því að skipulagðar verði sendinefndir til þeirra landa sem lentu í efstu 3-4 sætunum. Það eru Pólland, Slóvakía og Úkraína, Japan og Danmörk. Við reynum yfirleitt að tengja viðskiptasendinefndir við aðra viðburði sem eru áhugaverðir á viðkomandi svæði, en þannig má t.d. nefna heimssýninguna í Japan á næsta ári, og í Álaborg er verið að skipuleggja fyrirtækjastefnumót fyrir fyrirtæki í Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Íslenska menningarviðburði erlendis er oft gagnlegt að tengja saman og þannig fá meiri slagkraft í kynninguna.

Eftirfarandi er listi yfir þau lönd sem lentu í efstu 10 sætunum:

Pólland
Slóvakía og Úkraína
Japan
Danmörk
Tékkland
Þýskaland
Króatía
A-Rússland
Vietnam
Nýja-Sjáland

"Hvaða verkefni verða endanlega valin, er háð ýmsum öðrum þáttum s.s. opinberum heimsóknum ráðamanna, íslenskum menningarviðburðum, og samstarfsverkefnum kollega okkar erlendis," segir í frétt Útflutningsráðs.