*

þriðjudagur, 31. mars 2020
Erlent 3. janúar 2014 13:23

Horfði á hunda drepa valdamikinn mann

Kim Jong Un lét 120 glorsoltna hunda rífa mann frænku sinnar í sig.

Ritstjórn
Jang Song Thaek.

Jang Song Thaek, sem þar til nýverið var næstvaldamesti ráðamaður í Norður-Kóreu, var tekinn af lífi um miðjan síðasta mánuð með grófari hætti en víða þekkist. Kínverski fjölmiðillinn Wen Wei Po, sem er málgagn kínverska kommúnistaflokksins, segir um aftökuna að Thaek og fimm aðstoðarmenn hans hafi verið afklæddir og síðan lokaðir inni í búri. Að því loknu var 120 hundum sleppt lausum inn í búrið. Þeir höfðu verið sveltir í þrjá daga til að auka á grimmd þeirra og réðust þeir á sexmenninganna.

Aftakan mun hafa tekið um klukkustund. Með henni fylgdust Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og um 300 háttsettir embættismenn. 

Jang Song Thaek var giftur systur Kim Jong Il, föður Kim Jong Un og aðstoðaði hann einræðisherrann að fóta sig við valdaskiptin fyrir tveimur árum.

Dagblaðið The Straits Times segir að aftakan sé gjörólík þeirri sem tíðkast þegar pólitískar fangar eru teknir af lífi. Í gegnum tíðina hafa þeir verið færðir fyrir aftökusveit og skotið á þá með vélbyssum. Fleiri erlendir fjölmiðlar hafa jafnframt fjallað um aftökuna. Þar á meðal eru breska dagblaðið Indepedent, Bangkok Post og fleiri.

The Straits Times hefur upp úr Wen Wei Po að aðferðin sem notuð var þegar Thaek og fyrrverandi samstarfsmenn hans voru teknir af lífi nefnist quan jue eða aflífun með hundum.