Daniel Chartier, prófessor við Quebec-háskólanní Kanada, hefur skrifað bók um ímynd Íslands í erlendum fjölmiðlum eftir hrunið. Bókin heitir The End of Iceland´s Innocence: The Image of Iceland in the Foreign Media during the Crisis. Hún byggir á viðamikilli rannsókn sem hann réðst í og nær yfir þúsundir greina í tugum dagblaða og tímarita úr flestöllum heimshlutum.

Bókin er tileinkuð íslenskum vinum h ö f u n d - arins. Hann segir tileinkunina bæði vera almenna og persónulega. „Þegar ég ræddi við íslenska vini mína um hrunið árið 2008 þá þótti mér augljóst að enginn þeirra gat verið skoðana- né hlutlaus gagnvart því sem var að gerast. Allir töluðu um hrunið af ástríðu, enda hafði það annað hvort bein eða óbein áhrif á þá alla.

Ég ákvað að tileinka bókina þeim sem ég skrifaði hana fyrir: Íslendingum og íslenskum vinum mínum. Bókin var fyrst gefin út í Frakklandi, en markmið mitt var að gefa hana út á Íslandi svo að fólk þar gæti lesið hana. Mér líkar vel við Ísland og þykir mjög vænt um l a nd ið. Þ e t t a er mitt framlag til þess að hjálpa fólki þar til að skilja hvað átti sér stað. Það er mjög mikilvægt að ná utan um fjölmiðlaumfjöllun þá sem Ísland fékk erlendis. Það auðveldaði mér að ég horfði á hrunið utan frá og tengdist ekki því sem var að gerast og gat því greint umfjöllun í erlendum fjölmiðlum án þess að taka afstöðu í umræðum sem áttu sér stað innan íslensks samfélags.“

_____________________________

Í Viðskiptablaðinu í dag er að finna ítarlegt viðtal við Daniel Chartier. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .