Samtök atvinnulífsins (SA) vilja samning til skamms tíma eða tólf mánaða og er markmiðið að bæta lífskjör með því að ná verðbólgu niður. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir svigrúm til launahækkana lítið.

Hann segir í samtali við VB Sjónvarp að tekið verði mið af kjarasamningum á hinum Norðurlöndunum við mótun áherslna en þar er samið á grundvelli atvinnugreina. Horft verði til útflutningsgreina sem hins leiðandi merkis við gerð kjarasamninga og muni fyrirtæki hafa svigrúm til útfærslu kjarasamninga. Það segir hann breytingu sem vonast er til að leiði til minna launaskriðs og meiri stöðugleika.