Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál (RSE), stendur á morgun fyrir málstofu um efnahagslega velgengni í Kanada og Svíþjóð. Jafnframt því verður fjallað um hvað Íslendingar geta lært af Kanadamönnum og Svíum til uppbyggingar nýs samfélags eftir hrun.

Framsögumenn verða Fred McMahon, varaforseti alþjóðlegra rannsókna hjá Fraser stofnuninni í Kanada og Fredrik Segerfeldt, stjórnmálafræðingur og rithöfundur.

Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með þátttöku Ársæls Valfells, lektors við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og John Dizard, dálkahöfundar hjá Financial Times. Fundarstjóri verður Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur.

Málstofan fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 12 á morgun, föstudaginn 13. maí. Gert er ráð fyrir að fundi ljúki kl. 14.

Hér að neðan má sjá auglýsingu um fundinn (smellið á myndina til að sjá hana stærri).

© Aðsend mynd (AÐSEND)