Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hefur breytt horfum í lánshæfismati sínu á Orkuveitunni úr neikvæðum í stöðugar. Orkuveita Reykjavíkur er áfram með einkunnina B1, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Vinna við Planið, aðgerðaráætlun Orkuveitunnar til þess að grynnka á skuldum og bæta rekstur félagsins, hefur gengið vel og minnist Moodys þess í tilkynningu vegna lánshæfismatsins.

Moody‘s getur þess einnig í tilkynningu fyrirtækisins að fyrirtækið telji að hinn lögbundni aðskilnaður samkeppni- og sérleyfisstarfsemi Orkuveitunnar, sem verður um áramótin, muni ekki auka áhættu í rekstri.