Töluvert hefur verið rætt um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka á síðustu vikum og mánuðum. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að í fljótu bragði virðist sem verið sé að bregðast við aðstæðum sem ekki lengur séu til staðar á íslenskum fjármálamarkaði. Hugmyndir litist verulega af því sem rætt er í Bretlandi og Bandaríkjunum en aðstæður hér séu einfaldlega allt aðrar.

Réttara sé að horfa til hinna norðurlandanna hvað varðar uppbyggingu fjármálakerfisins og nauðsynlegs regluverks. Þar sé lítil sem engin umræða um aðskilað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka sökum þess hve smáir norrænir bankar eru í alþjóðlegum samanburði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.