Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Fitch eru BB+ í erlendri mynt og BBB+ í innlendri mynt til langs tíma, og eru horfur á einkunnum nú stöðugar. Skammtímaeinkunn í erlendri mynt er B og landseinkunn er BB+. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 sem matsfyrirtækið bætir horfur eða lánshæfiseinkunnir Íslands.

Í tilkynningu frá Fitch segir að líkur á að Icesave-deilan hafi áhrif á aðgengi Íslands að lánalínum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi minnkað. Staðfesting Fitch í dag felur í sér endurmat á áhrifum þess að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl sl.

Fitch segir að tekið hafi verið tillit til fimmtu endurskoðunar á efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda, og staðfestingu Norðurlanda á lánalínum í kjölfarið. Þá var tekið tillit til þess að íslensk stjórnvöld eru örugg með að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans muni greiða um 90-100% af innstæðukröfum.

Álit Fitch .