Frönsk stjórnvöld eru sögð ætla að lækka hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og næsta ár töluvert. Þetta vekur spurningar um hvort rekstur ríkissjóðsins muni standast þær kröfur sem gerðar eru vegna evruaðildar.

Samkvæmt heimildum reikna hagfræðingar stjórnvalda með að hagvöxtur verði einungis 1% á þessu ári en opinbera spáin sem nú er í gildi hljóðar upp á hagvöxt upp á 1,7 til 2%.

Á sama tíma horfa sérfræðingar til þess að hagvöxtur á næsta ári verði 1,4-1,5% á næsta ári og er það lækkun úr 1,7-2%.