Horfur á norrænum mörkuðum í upphafi árs eru mjög óvissar og reiknar Greiningardeild Landsbankans með að það ástand sem ríkt hefur á mörkuðum muni halda áfram á næstu mánuðum.

Sveiflurnar munu halda áfram á meðan lausafjárkreppan er óleyst og óvissan um hvenær og hvernig hún leysist er enn til staðar. Ekki er ólíklegt að markaðir muni lækka frekar á næstunni. Þrátt fyrir óvissuna í upphafi árs reiknar Greiningardeildin með að markaðir munu þróast á jákvæða vegu á árinu og á von á um 10-15% ávöxtun á N40 vísitölunni á árinu.