Moody´s hefur breytt horfum sínum fyrir breskt bankakerfi úr neikvæðum horfum í stöðugar. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að bankar þar í landi hafi selt bréf, fækkað störfum og með því aukið arðsemi. Einnig hefur þeim tekist að mæta auknum kröfum eftirlitsaðila.

Samkvæmt frétt Guardian hefur breskt bankakerfi hafa horfur bresks bankakerfis verið neikvæðar frá maímánuði 2008. Nú hafa horfur fyrir bankakerfið í heild verið breytt í stöðugar. Þó eru enn neikvæðar horfur á langtímaskuldum og innlánsvöxtum í bankakerfinu.