*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 15. maí 2013 07:54

Horfur í fjárfestingum verstar í sjávarútvegi

Sigurgeir Brynjar hjá Vinnslustöðinni segir ekkert vit fyrir útgerðina að fjárfesta um þessar mundir.

Ritstjórn
Binni í Vinnslustöðinni.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fjárfestingahorfur í sjávarútvegi eru verstar á meðal stærstu fyrirtækja landsins en 3% fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi gera ráð fyrir aukinni fjárfestingu á þessu ári samanborið við árið 2012. Á sama tíma áforma 60% fyrirtækja að fjárfesting verði minni eða verulega minni á þessu ári. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og vitnar í ársfjórðungslega könnun sem Seðlabanki Íslands og Samtök atvinnulífsins gerðu í mars á meðal stjórnenda um 500 stærstu fyrirtækja landsins á stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækjanna.

Morgunblaðið ræddi við nokkra stjórnendur í sjávarútvegi, m.a. hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og Ramma. Sigurgeir Brynjar Kristinsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir í samtali við blaðið ekkert vit í að fjárfesta nú um stundir. Í fyrra hafi fyrirtækið fjárfest fyrir um 130 til 150 milljónir króna og sé það sögulega sé mjög lítið. Á þessu ári hafi hins vegar ekki verið gert ráð fyrir neinni fjárfestingu enda áætlar Vinnslustöðin að þurfa að standa undir hinu sérstaka veiðigjaldi sem var samþykkt á Alþingi í fyrra.