Á morgun, föstudag kynnir Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) skýrslu sem fjallar um horfur í jólaverslun ársins í ár.

Kynningin fer fram í húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Kynnt verður m.a. um áætlað veltu jólaverslunar, kynntar niðurstöður í árlegri könnun meðal almennings um hvernig jólainnkaupum er háttað og niðurstaða sérstakrar dómnefndar kynnt sem hefur valið „Jólagjöfina í ár” með hliðsjón af tíðarandanum og öðrum forsendum, eins og segir í tilkynningu frá RSV.

Kynningin er öllum opin.

RSV hefur aðsetur við Háskólann á Bifröst og er vettvangur fyrir rannsóknir á sviði smásöluverslunar.

Að RSV standa m.a. Samtök verslunar og þjónustu, verslunarfyrirtækin Hagar, Kaupás og Samkaup, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst.