Könnun sem framkvæmd var á neytendum í 19 evrópskum löndum sýnir að efnahagslegar horfur þeirra eru hærri nú en síðustu fjóra mánuði. Búist er við að verðbólga verði hærri á næstu misserum og almenn framtíð evrusvæðisins er litin bjartari augum.

Neytendurnir sem könnuninni svöruðu töldu að almennt hagrænt gengi þjóðanna sem um ræðir verði betra en í síðustu könnunum þar sem spurt var um sömu hluti. Þá verður, að þeirra mati, betra atvinnuhlutfall og aukinn sparnaður.

Svarendur í iðngeiranum og smásölugeiranum virtust þá vera jákvæðari en áður fyrir því að ráða fólk til vinnu sem gæti bent til þess að umsvif efnahagskerfisins gætu aukist. Helst voru það horfur Frakka sem jukust til muna, en Þýskaland var einnig mælanlega jákvæðara en fyrr.