Moody's matsfyrirtæki hefur lækkað horfur á lánshæfiseinkunn Japan úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði einkunn landsins í janúar úr AA í AA-.

Einkunn japanska ríkissjóðsins hjá Moody's er nú Aa2. Horfur eru lækkaðar vegna mikilla skulda landsins.

Stjórnvöld í Japan hafa reynt að styrkja efnahag landsins með tilheyrandi kostnaði ríkisins og lántökum. Að mati Moody's þurfa japönsk stjórnvöld að ráðast í frekari aðgerðir til að draga úr hallanum, að því er kemur fram í frétt BBC.

Ekkert iðnríki skuldar meira en Japan.