Markaðir biðu með mikilli eftirvæntingu efitr fyrsta fundi Evrópska Seðlabankans sem haldinn var í gær. Skilaboðin sem Mario Draghi sendi á fundinu voru þó ekki til þess fallin að efla bjartsýni á mörkuðum en skv. bankanum hafa horfur í evrópska hagkerfinu versnað. Frá þessu er greint í Financial Times .

Markaðir brugðust við skilaboðunum með því að færa spár sínar um vaxtahækkanir aftar og segir blaðið að nú sé reiknað með að vextir munu fyrst hækka um mitt ár 2020.

Hægari vöxtur í Kína, vaxandi spenna á milli Brussels og Ítalíu og hættan á klúðri vegna Brexit, eru meðal þess sem fær Seðlabankann til þess færa spár sínar niður á nýju ári. Útlitið er þó ekki svo svart að bankinn telji ástæðu til að veita bankakerfinu ódýrar lánalínum að nýju.

Gengi evrunnar lækkaði í kjölfar fundarins niður í 1,13 gagnvart dollara en engu að síður reikna flestir greinendur með að því að evran muni styrkjast gagnvart dollar á þessu ári. Financial Times segir þó marga vera að endurskoða spár sínar og bendir meðal annars á að greinendur HSBC bankans reikni nú með að evran muni veikjast ennfrekar á árinu.