Atvinnuleysi ungs og ófaglærðs fólks hefur lækkað allsvakalega,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hins vegar virðist enn vera hörgull á störfum fyrir menntað fólk ef marka má atvinnuleysistölur. Það er til að mynda fyrirséð að atvinnutækifærum fækki fremur en fjölgi í fjármálaþjónustu á næstu misserum þar sem tiltektinni eftir hrunið fer brátt að ljúka og hagræðing er að fara að verða mál málanna á fjármálamarkaði. Það eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir nýútskrifaða viðskiptafræðinga og lögfræðinga svo dæmi sé tekið.“ Fleira háskólamenntað fólk á aldrinum 16-29 ára var á atvinnuleysisskrá í júlí 2013 en á sama tíma í fyrra eða 287 manns nú og 256 þá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.