Mikil skjálfti var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag, en Dow Jones hafði á ákveðnum tímapunkti lækkað um 800 stig og fór niður fyrir 9.600 stig, og náði því sínu lægsta gildi í tæplega fimm ár. Risavaxin 700 milljarða dollara björgunaraðgerð bandarískra yfirvalda og fjárinnspýtingar stjórnvalda í Evrópu til handa illa stöddum fjármálafyrirtækjum virðast ekki hafa náð að róa taugar fjárfesta að neinu marki. CNN segir frá þessu í kvöld.

Dow Jones hafði lækkað um 3,6% við lokun markaða í Bandaríkjunum. S&P 500 lækkaði um 3,9%, en hafði farið niður um 7,7% fyrr um daginn. Nasdaq lækkaði um 4,3%, eftir að hafa náð sínu lægsta gildi síðan í ágústlok 2003 eftir 8% lækkun.

Gull og ríkisskuldabréf  voru vinsæl í viðskiptum dagsins. Olíuverð fór niður fyrir 90 dollara fatið.