Þýskir fjárfestar riðu ekki feitum hesti frá fjárfestingum sínum í hlutabréfum í fyrra og var árið eitt hið versta sem um getur. Vísitalan stóð í um sjó þúsund stigum í byrjun ársins og hækkaði síðan umtalsvert framan af árinu. Hæst fór hún í um 7.500 stig á tímabilinu mái-júní en síðan tók við algert hrun samfara vaxandi ótta við skuldavanda evruríkjanna og féll DAX um ein 20% á ágústmánuði einum. Þegar upp var staðið nam lækkun ársins um 15% en lækkun frá hæsta punkti um vorið var enn meiri eða vel yfir 20%.