Horn fjárfestingarfélag, sem heldur utan um hlutabréfaeign Landsbankans, hefur selt um 7% hlut í Marel. Horn er annar stærsti hluthafinn í Marel.

Fyrir viðskiptin átti félagið um 20% hlut í Marel. Tilkynning um sölu á 49.720.027 hlutum í Marel barst Kauphöll í gær en eftir viðskiptin á félagið 101.291.743 hluti.

Horn er eftir viðskiptin enn annar stærsti hluthafi í Marel. Sá stærsti er Eyrir Invest sem á um 32% í félaginu.