Landsbankinn mun skrá tvö félög í eigu bankans á hlutabréfamarkað. Þetta eru félögin Horn fjárfestingafélag hf. og Reginn ehf. Talið er hægt verði að skrá Horn á markað í vetur en skráning Regins verði á fyrsta ársfjórðungi 2012. Undirbúningur að skráningu félaganna er hafinn og hefur Kauphöll Íslands verið tikynnt um áformin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Landsbankinn
Landsbankinn
© BIG (VB MYND/BIG)
Markmið með skráningunum er að efla hlutabréfamarkaðinn og bjóða fjárfestum til kaups á opnum markaði hlutabréf í tveimur fjárhagslega sterkum félögum.

Reginn ehf. er dótturfyrirtæki Landsbankans og var stofnað til að fara með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteigna sem líklegt þótti að bankinn ætti um einhvern tíma. Reginn er eigandi að mörgum af helstu fasteignum höfuðborgarsvæðisins. Félagið á t.d. Smáralind og Egilshöll.

Horn fjárfestingarfélag hf. er dótturfélag Landsbankans og var stofnaði í lok árs 2008 til að aðgreina umsýslu fjárfestinga í hlutabréfum frá meginstarfsemi Landsbankans. Félagið á m.a. hlut í Eimskipi, Eyri Invest, Promens og Reitum.