Hópur Hornfirðinga hefur keypt 10% hlut í skoska flugfélaginu CityStar, samkvæmt Hornafjordur.is. ?Flugfélagið er með höfuðstöðvar í Aberdeen og er með beint leiguflug þaðan til London, Ósló, Stavanger og hefur einnig verið með leiguflug til Íslands" segir í fréttinni.

Í viðtali Hornafjordur.is við Halldóru B. Jónsdóttur kemur fram að hluthafar séu um 20 talsins og vonast hún að í samvinnu við heimamenn geti flugfélagið styrkt uppbyggingu á ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu.

CityStar er ekki alls kostar óvant íslendingum því Rúnar Fossádal Árnason er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Landsflug er í eigu þess.