Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, sagði það væri rúm til að bæta rekstur dótturfélaga.  Og nefndi að hægt væri að auka samlegð á kostnaðarhliðinni.  Hann vildi þó ekki tjá sig um einstaka dótturfélög. Þetta kom fram á afkomufundi fyrirtækisins í morgun.

Afkoma Marels á þriðja ársfjórðungi var í takt við væntingar stjórnenda,  að sögn Harðar.

Marel hagnaðist um 4,5 milljónir evra á þriðja fjórðungi samanborið 5,8 milljóna evra tap á sama tíma fyrir ári. Salan jókst um 158,1% á milli ára. Hún nam 170,6 milljónum evra á fjórðungnum.  Söluaukninguna má að mestu rekja til yfirtöku á Stork.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur arðsemi eigin fjár 8,4% samanborið við 2,4% á sama tíma fyrir ári.

Eiginfjárhlutfallið nemur 32,5% samanborið við 38,5% á sama tíma fyrir ári.