Hörður Arnarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Marel en í stað hans hefur stjórn félagsins komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram á Íslandi.

Hörður hefur verið forstjóri Marel síðastliðin tíu ár. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1985. Theo Hoen hefur verið forstjóri Stork frá árinu 2001.

Í tilkynningu frá Marel er greint frá fleiri breytingum í yfirstjórn.

Sigsteinn Grétarsson, framkvæmdastjóri Marel ehf., mun taka sæti við hlið Theo Hoen og fjármálastórans Erik Kaman í framkvæmdastjórn félagsins.

Þá er greint frá því að Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu, hafi einnig ákveðið að stíga til hliðar en hann gekk til liðs við fyrirtækið árið 1987.